Þetta verða trendin 2018 samkvæmt Pinterest Ritstjórn skrifar 30. desember 2017 09:30 Glamour/Getty Samfélagsmiðillinn vinsæli Pinterest hefur gefið úr sína tískuspá fyrir árið 2018 en spánna gera þau útfrá því hvernig myndir notendur eru helst að tengja við og setja inn á miðilinn. Það kennir ýmissa grasa inn á þessum trendlista, mörg trend sem er halda áfram frá síðasta ári en líka eitthvað um nýjungar. AlpahúfanSvo sem ekki ný af nálinni en það má segja að þetta höfuðfat hafi átt goða endurkomu á seinni hluta þessa árs og mun greinilega strykja þá stöðu sína enn frekar á næsta ári. Það er eitthvað franska tískuhúsinu Dior að þakka sem skelltu alpahúfunni á tískupallinn á síðasta ári. Skemmtilegt enda fylgihlutur sem fer flestum. Lakkið Í buxum, jökkum og skóm. Þetta er efni verður áfram sterkt á næsta ári og það er sniðugt að fjárfesta í lakkflík fyrir næsta ár. Af tískupallinum hjá Alexander McQueenSkreyttir skór Nú eiga skórnir að stela senunni - skreyttir demöntum, perlum og útsaum. Klaufar Hingað til hafa klaufar á kjólum og pilsum einungis átt heima á tískupöllunum en nú er annað upp á teninginn. Lógómanía Nei, þetta trend er ekki að fara að kveðja. Því fleiri því betra - því stærra því betra. Við munum því að öllum líkindum halda áfram að merkja okkur í bak og fyrir á komandi ári. Bláar gallabuxur Já, þetta er nú einfalt að leika eftir, eða hvað? Margir leita logandi ljósi að hinum fullkomnu bláu gallabuxum og sú leit mun standa yfir á næsta ári líka. Gott snið og hinn fullkomni milliblái litur. Víðar skálmar Víðar stuttar buxnaskálmar hafa lengi reynt að troða sér inn á trendradarinn - er þeirra ár loksins komið? Allavega þægilegt trend. Síðir kjólar Þetta kjólasnið kom aftur á síðasta ári eftir dágóða fjarveru og mun vinsældum síðra kjóla ekkert dala á næsta ári. Kvenlegt og fjölbreytilegt trend. Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour
Samfélagsmiðillinn vinsæli Pinterest hefur gefið úr sína tískuspá fyrir árið 2018 en spánna gera þau útfrá því hvernig myndir notendur eru helst að tengja við og setja inn á miðilinn. Það kennir ýmissa grasa inn á þessum trendlista, mörg trend sem er halda áfram frá síðasta ári en líka eitthvað um nýjungar. AlpahúfanSvo sem ekki ný af nálinni en það má segja að þetta höfuðfat hafi átt goða endurkomu á seinni hluta þessa árs og mun greinilega strykja þá stöðu sína enn frekar á næsta ári. Það er eitthvað franska tískuhúsinu Dior að þakka sem skelltu alpahúfunni á tískupallinn á síðasta ári. Skemmtilegt enda fylgihlutur sem fer flestum. Lakkið Í buxum, jökkum og skóm. Þetta er efni verður áfram sterkt á næsta ári og það er sniðugt að fjárfesta í lakkflík fyrir næsta ár. Af tískupallinum hjá Alexander McQueenSkreyttir skór Nú eiga skórnir að stela senunni - skreyttir demöntum, perlum og útsaum. Klaufar Hingað til hafa klaufar á kjólum og pilsum einungis átt heima á tískupöllunum en nú er annað upp á teninginn. Lógómanía Nei, þetta trend er ekki að fara að kveðja. Því fleiri því betra - því stærra því betra. Við munum því að öllum líkindum halda áfram að merkja okkur í bak og fyrir á komandi ári. Bláar gallabuxur Já, þetta er nú einfalt að leika eftir, eða hvað? Margir leita logandi ljósi að hinum fullkomnu bláu gallabuxum og sú leit mun standa yfir á næsta ári líka. Gott snið og hinn fullkomni milliblái litur. Víðar skálmar Víðar stuttar buxnaskálmar hafa lengi reynt að troða sér inn á trendradarinn - er þeirra ár loksins komið? Allavega þægilegt trend. Síðir kjólar Þetta kjólasnið kom aftur á síðasta ári eftir dágóða fjarveru og mun vinsældum síðra kjóla ekkert dala á næsta ári. Kvenlegt og fjölbreytilegt trend.
Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour