Viðskipti erlent

Apple hyggst kaupa Shazam fyrir 42 milljarða

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Við síðustu hlutafjáraukningu Shazam var það metið á um hundrað og fjóra milljarða króna.
Við síðustu hlutafjáraukningu Shazam var það metið á um hundrað og fjóra milljarða króna.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hyggst kaupa smáforritið Shazam fyrir jafnvirði tæplega 42 milljarða íslenskra króna. BBC greinir frá.

Shazam er breskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1999 og gerir notendum kleift að að nota farsímana sína til að bera kennsl á og kaupa tónlist með stuttu hljóðbroti. Samkvæmt upplýsingum frá Shazam nota rúmlega hundrað milljón manns smáforritið. Megnið af tekjum þess eru þóknanir frá Apple fyrir að beina notendum til Itunes Store til að kaupa tónlist.

Hvorki Apple né Shazam hafa tjáð sig um fyrirhuguð viðskipti. Kaup­verðið er tölu­vert lægra en verðmatið við síðustu hluta­fjáraukn­ingu Shazam þegar það var metið á um hundrað og fjóra millj­arða.

Ef viðskiptin ganga í gegn mun Shazam að öllum líkindum hætta að beina notendum sínum á aðrar tónlistarveitur eins og Spotify og Google Play Music. Spotify er með um sextíu milljón notendur en notendur Apple Music eru um 27 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×