Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 19:19 Josh Homme skar sig viljandi á tónleikunum í gærkvöldi. Vísir/Getty „Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
„Þetta var augljóslega viljandi,“ segir ljósmyndari sem Josh Homme, forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, sparkaði í andlitið. Atvikið átti sér stað á tónleikum útvarpsstöðvarinnar KROQ í Los Angeles í gær.Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.Queens of the Stone Age var á meðal hljómsveita sem þar komu fram en ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren. Hún er ljósmyndari á vegum myndaveitunnar Shutterstock en fjallað er um málið á vef bandaríska tímaritsins Variety.Lauren segir við Variety að spark Homme hafi verið af tilefnislausu og að Homme hafi verið brosandi áður en hann sparkaði í hana. Variety tekur fram að ekki náðist í Homme við vinnslu fréttarinnar.Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður, segir ljósmyndarinn sem hyggst kæra Josh Homme.Vísir/GettyLauren var við sviðið ásamt þremur öðrum ljósmyndurum. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sést sparka í myndavél Lauren á meðan hann gengur framhjá henni í miðju gítarsólói. „Josh var á leiðinni til mín og ég var frekar spennt. Ég hafði aldrei tekið myndir af Queens of the Stone Age áður. Ég hlakkaði mikið til. Ég sá hann ganga til mín og smellti því mörgum myndum af með miklum hraði. Áður en ég veit af snertir fótur hans myndavélina mína og myndavélin skellur í andlitið á mér,“ segir Lauren og tekur fram að höggið hafi verið mikið. „Hann leit strax á mig, sveiflaði fæti sínum aftur frekar harkalega og sparkaði í andlitið á mér. Hann hélt áfram að spila, mér var brugðið,“ segir Lauren og lýsir miklum sársauka sem fylgdi þessu sparki. Hún brá sér afsíðis í einhvern tíma áður en hún sneri aftur að sviðinu til að mynda sveitirnar Thirty Seconds To Mars og Muse. Hún leitaði sér síðan læknishjálpar en hún segist hafa verið hvött til að leggja fram kæru á hendur tónlistarmanninum. „Ef ég geri ekkert þá fær hann að sparka í andlit fólks án afleiðinga því hann er tónlistarmaður,“ segir Lauren.Variety segir Homme hafa skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015.Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Thanks to @joshhomme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“