Helena Christensen á forsíðu hátíðarblaðs Glamour Ritstjórn skrifar 11. desember 2017 12:00 Myndir/Anja Poulsen Hátíðarblað Glamour er komið út og það er engin önnur en hin gullfallega danska fyrirsæta Helena Christensen sem prýðir forsíðuna. „The magnificent seven.“ Með þessum orðum lýsti blaðamaður The New York Times fyrirsætunum Lindu Evangelista, Christy Turlington, Cindy Crawford, Naomi Campbell, Elle Macpherson, Claudiu Schiffer og Helenu Christensen árið 1996. Þessar fyrirsætur voru gjarna settar í svokallaða ofurfyrirsætugrúppu sem átti tískuheiminn á þessum tíma. Þá var varla hægt að fletta tískublaði án þess að sjá einhverja úr þessum hópi eða keyra framhjá stórum auglýsingaskiltum sem skörtuðu einhverri af þessum ofurfyrirsætum. Og nú eru þær mættar aftur, í allri sinni dýrð. Í nýjasta tölublaði Glamour má finna fallegan myndaþátt eftir ljósmyndarann Anja Poulsen en við fengum svo tækifæri til að spjalla við Helenu og afraksturinn er skemmtilegt viðtal í blaðinu. Glamour/GettyÞað kannast flestir við andlitið á dönsku fyrirsætunni sem hefur prýtt forsíður tímarita og auglýsingaherferðir fyrir helstu nöfn tískuheimsins á sínum langa og farsæla ferli. Það eru samt færri sem vita að Helena byrjaði að taka myndir áður en fyrirsætuferillinn hófst en það byrjaði allt þegar hún vann fegurðarsamkeppni í Danmörku árið 1986. Ákveðinn viðsnúningur hefur átt sér stað í tískuheiminum undanfarin misseri. Æskudýrkunin er á undanhaldi og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni, í aldri, stærð, húðlit og þannig mætti lengi telja. Eitt af bestu augnablikum tískuvikunnar í Mílanó í haust var þegar þær Helena, Cindy Crawford, Claudia Schiffer, Naomi Campbell og Carla Bruni áttu svakalega innkomu á sýningu Versace, klæddar í gullkjóla og sýndu það þær hafa engu gleymt á tískupallinum en þetta gerðu þær til að heiðra minningu Gianni Versace. Teikningar/RakelHátíðarblað Glamour er veglegt blað sem telur 155 blaðsíður - allt um hátíðarfötin, förðunina, heilsuna á nýju ári og svo ekki sé minnst á veglega stjörnuspá fyrir allt. Hver vill ekki vita hvað 2018 ber í skauti sér?! Ekki missa af þessu fallega blaði sem er skyldulesning inn í hátíðirnar!Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þéráskrift hér. Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour
Hátíðarblað Glamour er komið út og það er engin önnur en hin gullfallega danska fyrirsæta Helena Christensen sem prýðir forsíðuna. „The magnificent seven.“ Með þessum orðum lýsti blaðamaður The New York Times fyrirsætunum Lindu Evangelista, Christy Turlington, Cindy Crawford, Naomi Campbell, Elle Macpherson, Claudiu Schiffer og Helenu Christensen árið 1996. Þessar fyrirsætur voru gjarna settar í svokallaða ofurfyrirsætugrúppu sem átti tískuheiminn á þessum tíma. Þá var varla hægt að fletta tískublaði án þess að sjá einhverja úr þessum hópi eða keyra framhjá stórum auglýsingaskiltum sem skörtuðu einhverri af þessum ofurfyrirsætum. Og nú eru þær mættar aftur, í allri sinni dýrð. Í nýjasta tölublaði Glamour má finna fallegan myndaþátt eftir ljósmyndarann Anja Poulsen en við fengum svo tækifæri til að spjalla við Helenu og afraksturinn er skemmtilegt viðtal í blaðinu. Glamour/GettyÞað kannast flestir við andlitið á dönsku fyrirsætunni sem hefur prýtt forsíður tímarita og auglýsingaherferðir fyrir helstu nöfn tískuheimsins á sínum langa og farsæla ferli. Það eru samt færri sem vita að Helena byrjaði að taka myndir áður en fyrirsætuferillinn hófst en það byrjaði allt þegar hún vann fegurðarsamkeppni í Danmörku árið 1986. Ákveðinn viðsnúningur hefur átt sér stað í tískuheiminum undanfarin misseri. Æskudýrkunin er á undanhaldi og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni, í aldri, stærð, húðlit og þannig mætti lengi telja. Eitt af bestu augnablikum tískuvikunnar í Mílanó í haust var þegar þær Helena, Cindy Crawford, Claudia Schiffer, Naomi Campbell og Carla Bruni áttu svakalega innkomu á sýningu Versace, klæddar í gullkjóla og sýndu það þær hafa engu gleymt á tískupallinum en þetta gerðu þær til að heiðra minningu Gianni Versace. Teikningar/RakelHátíðarblað Glamour er veglegt blað sem telur 155 blaðsíður - allt um hátíðarfötin, förðunina, heilsuna á nýju ári og svo ekki sé minnst á veglega stjörnuspá fyrir allt. Hver vill ekki vita hvað 2018 ber í skauti sér?! Ekki missa af þessu fallega blaði sem er skyldulesning inn í hátíðirnar!Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þéráskrift hér.
Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour