Hjón dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira