Gaf vondu Mackintosh-molana á Facebook: „Þeir eru alls ekki kaloríanna virði“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 19:30 Þórhildur auglýsti vondu molana á Facebook. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi fundinn. Vísir / Samsett mynd Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni
Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45