Eðalmygla og ofurhetjur 12. desember 2017 10:00 Ásmundur Helgason, eigandi Drápu, kynnir tvær spennandi bækur í jólapakkann, Litlu vínbókina og Handbók fyrir ofurhetjur. mynd/Anton Brink KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
KYNNING: Drápa er með tvær skemmtilegar bækur fyrir þessi jól, önnur þeirra er Litla vínbókin – sérfræðingur á 24 tímum. Hin heitir Handbók fyrir ofurhetjur og er vinsælasta barnabók þessa árs í Svíþjóð. „Litla vínbókin er eftir Jancis Robinson sem er virtasti vínsérfræðingur í heimi. Hún var fyrsti einstaklingurinn utan vínheimsins, til þess að fá Master of Wine viðurkenningu frá vínframleiðendum og skrifaði þessa bók með þá í huga sem ekki eru sérfræðingar en hafa mikinn áhuga á víni,“ útskýrir Ásmundur Helgason, eigandi Drápu bókaútgáfu. „Í bókinni eru ýmsar skemmtilegar upplýsingar. Til dæmis má lesa skemmtileg orð úr þeirri flóru sem notuð er til að lýsa vínum eins og „eðalmygla“, „graskennt“, „fætur“ og fleiri orð sem hljóma ekki endilega lystug. Bókin kennir fólki að lesa á flöskumiðann, hvernig para á saman vín og mat og hvað á að velja fyrir ýmis tilefni. Hún flettir einnig ofan af ýmsum mýtum í vínheiminum, til dæmis kom mér það á óvart að hvítvíns- og rauðvínsglös þurfa ekki að vera af sitt hvorri stærðinni! Skemmtilegasti kaflinn er þar sem farið er yfir tíu algengustu þrúgurnar og hvert vínhérað fyrir sig. Þetta er skemmtileg bók sem hentar öllum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í vínheiminn og þeim sem reyndari eru. Steingrímur Sigurgeirsson vínsérfræðingur las bókina yfir og segir hana „virkilega góða, þýðingin frábær, lipur og skemmtileg.“.Handbók fyrir ofurhetjur Drápu tókst að verða sér úti um vinsælustu barnabók Svíþjóðar á þessu ári, Handbók fyrir ofurhetjur. Þetta er fyrsta bók í seríu um Lísu, níu ára stelpu sem lögð er í einelti. „Í bókinni flýr Lísa frá strákum sem eru að stríða henni, inn á bókasafn. Þar byrjar bók í einni hillunni að glóa svo hún nær í hana og les þar 101 ráð til þess að verða ofurhetja. Hún lærir til dæmis að fljúga, tala við dýr og að slást eins og ofurhetja og bjargar málum þegar myntsafni er stolið af gömlum manni í sögunni,“ útskýrir Ásmundur. „Bókin er skrifuð af hjónum. Hún er grafískur hönnuður og hann skrifar og þetta er þeirra fyrsta bók en dóttir þeirra lenti í slæmu einelti. Aftast í bókinni er til dæmis farið yfir nokkur atriði sem hægt er að gera ef maður lendir í einelti eða verður vitni að því. Einnig er sími Rauða krossins aftast í bókinni sem krakkar geta hringt í. Handbók fyrir ofurhetjur er hröð, spennandi og skemmtileg saga og frábær jólagjöf fyrir 6 til 11 ára krakka.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira