Litlu skrefin Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. desember 2017 07:00 Með aukinni umfjöllun um skaðsemi sykurneyslu breytast neysluvenjur almennings. Eftir nokkra áratugi mun fólk að öllum líkindum ræða um viðbættan sykur á svipuðum nótum og rætt er um sígarettur og tóbak í dag. Það mun þykja jafn fáránlegt að neyta viðbætts sykurs í óhóflegu magni og það þykir að reykja, vitandi allt um skaðsemi þess. Ein og sér leiðir sykurneysla ekki til áunninnar sykursýki (týpu 2). Hins vegar getur mikil sykurneysla leitt til þyngdaraukningar og síðan insúlínviðnáms sem er forstig áunninnar sykursýki. Þess vegna er mjög óábyrgt og villandi af stjórnendum íslenskra sælgætisframleiðenda að segja að sykurneysla valdi ekki sykursýki. Það hefur tekið langan tíma að upplýsa almenning um skaðsemi sykurneyslu og þess vegna er það sorglegt að stjórnendur fyrirtækja, sem hafa beinan hag af aukinni sykurneyslu, reyni að gera lítið úr skaðsemi hennar í fjölmiðlum. Ef íslenskir sælgætisframleiðendur vilja sýna samfélagslega ábyrgð ættu þeir að hafa frumkvæði að því að stuðla að bættum neysluvenjum almennings með fræðslu í stað þess að slá ryki í augu neytenda. Fjölmörg ríki hafa tekið upp sykurskatta með góðum árangri og sýnt hefur verið fram á að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Að þessu sögðu er samt ekki víst að skattlagning sé eina raunhæfa úrræðið til að ná þessu markmiði. Í ljósi þess að ágreiningur er á milli tveggja ríkisstjórnarflokka, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, um ágæti sykurskatta er æskilegt að önnur lýðheilsuúrræði séu skoðuð vandlega. Hægt er að draga úr neyslu á viðbættum sykri með aðgerðum sem ýta undir skynsamlegt val hjá einstaklingnum. Fyrsta skrefið til að „ýta“ neytendum í rétta átt væri að banna verslunum að stilla freistingum eins og sælgæti upp við afgreiðslukassa. Næsta skref væri að umbuna verslunum sem eru ekki með sérstaka nammibari með einhvers konar skattafsláttum. Þá þyrfti að skylda verslanir til að stilla sælgæti og gosdrykkjum upp á lítt áberandi stað og tryggja að ómögulegt verði fyrir lítil börn að nálgast þessar vörur hjálparlaust. Áberandi merkingar á vörum með upplýsingum um kaloríufjölda og sykurmagn eru annað úrræði. Íslendingar þurfa að fylgja tilskipunum Evrópusambandsins þegar kemur að merkingum á næringarinnihaldi matvæla. Þess vegna er ósennilegt að Ísland geti gengið lengra en önnur ríki á EES-svæðinu þegar þessar merkingar eru annars vegar. Á innri markaðnum gildir reglugerð nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Þótt reglugerðin hafi verið jákvætt skref er hún barn síns tíma enda gengur hún allt of skammt. Í fyllingu tímans þarf að uppfæra hana og skylda framleiðendur til að upplýsa með áberandi hætti framan á vörum hversu mikill sykur er í þeim og hversu margar kaloríur þær innihalda en ekki aðeins kaloríufjölda og sykurmagn á hver 100 grömm. Neytendur eiga að geta glöggvað sig á næringarinnihaldi matvæla sem þeir kaupa með einföldum hætti án þess að taka upp reiknivélar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Með aukinni umfjöllun um skaðsemi sykurneyslu breytast neysluvenjur almennings. Eftir nokkra áratugi mun fólk að öllum líkindum ræða um viðbættan sykur á svipuðum nótum og rætt er um sígarettur og tóbak í dag. Það mun þykja jafn fáránlegt að neyta viðbætts sykurs í óhóflegu magni og það þykir að reykja, vitandi allt um skaðsemi þess. Ein og sér leiðir sykurneysla ekki til áunninnar sykursýki (týpu 2). Hins vegar getur mikil sykurneysla leitt til þyngdaraukningar og síðan insúlínviðnáms sem er forstig áunninnar sykursýki. Þess vegna er mjög óábyrgt og villandi af stjórnendum íslenskra sælgætisframleiðenda að segja að sykurneysla valdi ekki sykursýki. Það hefur tekið langan tíma að upplýsa almenning um skaðsemi sykurneyslu og þess vegna er það sorglegt að stjórnendur fyrirtækja, sem hafa beinan hag af aukinni sykurneyslu, reyni að gera lítið úr skaðsemi hennar í fjölmiðlum. Ef íslenskir sælgætisframleiðendur vilja sýna samfélagslega ábyrgð ættu þeir að hafa frumkvæði að því að stuðla að bættum neysluvenjum almennings með fræðslu í stað þess að slá ryki í augu neytenda. Fjölmörg ríki hafa tekið upp sykurskatta með góðum árangri og sýnt hefur verið fram á að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Að þessu sögðu er samt ekki víst að skattlagning sé eina raunhæfa úrræðið til að ná þessu markmiði. Í ljósi þess að ágreiningur er á milli tveggja ríkisstjórnarflokka, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, um ágæti sykurskatta er æskilegt að önnur lýðheilsuúrræði séu skoðuð vandlega. Hægt er að draga úr neyslu á viðbættum sykri með aðgerðum sem ýta undir skynsamlegt val hjá einstaklingnum. Fyrsta skrefið til að „ýta“ neytendum í rétta átt væri að banna verslunum að stilla freistingum eins og sælgæti upp við afgreiðslukassa. Næsta skref væri að umbuna verslunum sem eru ekki með sérstaka nammibari með einhvers konar skattafsláttum. Þá þyrfti að skylda verslanir til að stilla sælgæti og gosdrykkjum upp á lítt áberandi stað og tryggja að ómögulegt verði fyrir lítil börn að nálgast þessar vörur hjálparlaust. Áberandi merkingar á vörum með upplýsingum um kaloríufjölda og sykurmagn eru annað úrræði. Íslendingar þurfa að fylgja tilskipunum Evrópusambandsins þegar kemur að merkingum á næringarinnihaldi matvæla. Þess vegna er ósennilegt að Ísland geti gengið lengra en önnur ríki á EES-svæðinu þegar þessar merkingar eru annars vegar. Á innri markaðnum gildir reglugerð nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Þótt reglugerðin hafi verið jákvætt skref er hún barn síns tíma enda gengur hún allt of skammt. Í fyllingu tímans þarf að uppfæra hana og skylda framleiðendur til að upplýsa með áberandi hætti framan á vörum hversu mikill sykur er í þeim og hversu margar kaloríur þær innihalda en ekki aðeins kaloríufjölda og sykurmagn á hver 100 grömm. Neytendur eiga að geta glöggvað sig á næringarinnihaldi matvæla sem þeir kaupa með einföldum hætti án þess að taka upp reiknivélar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.