Disney kaupir hlut í Fox á 52 milljarða dollara Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 13:29 Walt Disney stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sínum, Roy, árið 1923. getty Fyrirtækið Walt Disney hefur gefið það út að það sé að ganga frá kaupum á skemmtana- og afþreyfingarhluta 21st Century Fox sem er eigu fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch. Kaupverðið nemur 52,4 milljörðum dollara, en það gera um 5,5 þúsund milljarða króna. Fréttaveita BBC greinir frá. Disney mun með kaupunum eignast 39 prósent hlut í Sky og kvikmyndaver 20th Century Fox. Sjónvarpsstöðvarnar Fox News og Fox Sports standa eftir í eigu Murdochs og munu sameinast undir nýju fyrirtæki. Auk þess hlýtur Disney dreifingarrétt yfir fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttum. Auk þess mun Disney eignast meirihlut í streymiþjónustunni Hulu og er talið að fyrirtækið muni fara í samkeppni við Netflix, stærsta fyrirtæki sinnar tegundar. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Rupert Murdoch fékk við 21 árs aldur dagblaðaútgáfu í arf frá föður sínum og breytti hann því í alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypuna Fox. Í dag er hann 86 ára og kemur það fólki á óvart að hann sé að selja eignir sínar, búist hafi verið við því að synir hans tækju við rekstrinum.Listi yfir hluta kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Disney hlýtur dreifingarrétt yfir: Avatar Titanic Star Wars: Episode 1 Star Wars: Episode 2 Star Wars: Episode 3 Deadpool Return of the Jedi The Empire Strikes Back Home Alone X-Men The Simpsons Family Guy Disney Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Fer Disney í samkeppni við Netflix? Disney undirbýr nú tilboð í 21st Century Fox upp á 60 milljarð dala. Talið er að fyrirtækið ætli í samkeppni við streymiþjónustufyrirtækið Netflix. 6. desember 2017 16:06 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið Walt Disney hefur gefið það út að það sé að ganga frá kaupum á skemmtana- og afþreyfingarhluta 21st Century Fox sem er eigu fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch. Kaupverðið nemur 52,4 milljörðum dollara, en það gera um 5,5 þúsund milljarða króna. Fréttaveita BBC greinir frá. Disney mun með kaupunum eignast 39 prósent hlut í Sky og kvikmyndaver 20th Century Fox. Sjónvarpsstöðvarnar Fox News og Fox Sports standa eftir í eigu Murdochs og munu sameinast undir nýju fyrirtæki. Auk þess hlýtur Disney dreifingarrétt yfir fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttum. Auk þess mun Disney eignast meirihlut í streymiþjónustunni Hulu og er talið að fyrirtækið muni fara í samkeppni við Netflix, stærsta fyrirtæki sinnar tegundar. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Rupert Murdoch fékk við 21 árs aldur dagblaðaútgáfu í arf frá föður sínum og breytti hann því í alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypuna Fox. Í dag er hann 86 ára og kemur það fólki á óvart að hann sé að selja eignir sínar, búist hafi verið við því að synir hans tækju við rekstrinum.Listi yfir hluta kvikmynda og sjónvarpsþátta sem Disney hlýtur dreifingarrétt yfir: Avatar Titanic Star Wars: Episode 1 Star Wars: Episode 2 Star Wars: Episode 3 Deadpool Return of the Jedi The Empire Strikes Back Home Alone X-Men The Simpsons Family Guy
Disney Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Fer Disney í samkeppni við Netflix? Disney undirbýr nú tilboð í 21st Century Fox upp á 60 milljarð dala. Talið er að fyrirtækið ætli í samkeppni við streymiþjónustufyrirtækið Netflix. 6. desember 2017 16:06 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fer Disney í samkeppni við Netflix? Disney undirbýr nú tilboð í 21st Century Fox upp á 60 milljarð dala. Talið er að fyrirtækið ætli í samkeppni við streymiþjónustufyrirtækið Netflix. 6. desember 2017 16:06