Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:15 Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira