Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson greindi frá því í gær að ríkisstjórnin myndi leggja fram nýja fjármálaáætlun. Í henni er gert ráð fyrir að afkoman fyrir ríkissjóð verði ekki lægri en 1,2 prósent af landsframleiðslu. vísir/Ernir Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira