Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson greindi frá því í gær að ríkisstjórnin myndi leggja fram nýja fjármálaáætlun. Í henni er gert ráð fyrir að afkoman fyrir ríkissjóð verði ekki lægri en 1,2 prósent af landsframleiðslu. vísir/Ernir Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira