Fær 800 þúsund í eingreiðslu Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. akureyrarbær Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira