Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson berst ekki meira á þessu ári. Mynd/Sóllilja Baltasars Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson. MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira