Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 12:38 Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas. vísir/Pjetur Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins. Þetta er niðurstaða endurupptöku eftirlitsins á máli fyrirtækisins.Árið 2014 sektaði Samkeppniseftirlitið Securitas um áttatíu milljónir en var það mat eftirlitsins að einkakaupasamningar Securitas með binditíma til þriggja ára með ákvæðum sem skapa aukna tryggð viðskiptavina við fyrirtækið var ólögmæt að mati eftirlitsins sem birti ákvörðun sína í dag. Securitas gerði samninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Var þessi niðurstaða kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var óskað eftir endurupptöku málsins. Lagði Securitas fram ný gögn sem lágu ekki fyrir þegar Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun sína. Féllst eftirlitið á endurupptöku málsins og er því nú lokið með sátt á milli Securitas og Samkeppniseftirlitsins. Securitas fellst á að hafa með þessum samningum gengið gegn samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Jafnframt mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas meðal annars endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins. Þá hefur Securitas fallist á að upplýsingagjöf fyrirtæksins við fyrri rannsókn hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem upplýsingaskylduákvæði samkeppnislaga leggur á fyrirtæki. Vegna þessa brota greiðir Securitas samtals 40 milljónir króna en nánari upplýsingar um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.
Neytendur Tengdar fréttir Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Securitas braut samkeppnislög: Fyrirtækið sektað um 80 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um 80 milljónir króna vegna misnotkun á markaðsráðandi stöðu og brot á samkeppnislögum. 19. desember 2014 15:19