Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 13:17 Andri Snær Magnason, rithöfundur. Vísir/Anton Brink Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga og -sagna á sjónvarpsstöðinni Radio 4, sem heyrir undir breska ríkisútvarpið BBC. Í umsögn um dagskrárliðinn á vef The Guardian segir að Andri Snær muni leiða hlustendur í kaldranalegt en hrífandi ferðalag um íslensku jólahátíðina, fyrirrennara hinna kristnu jóla. Þá segir að íslenskar ömmur noti þjóðsögur enn þá til að skjóta yngri kynslóðum skelk í bringu. Grýla, ófrýnileg móðir jólasveinanna, er sérstaklega tekin fyrir en hún er einmitt fræg fyrir að leggja sér óþekk börn til munns. „Það var ekki margt sem hægt var að gera ef einhver ráfaði út í myrkrið svo þessar sögur verkuðu eins og ósýnileg girðing,“ er haft eftir Andra Snæ í umfjölluninni en hann segist sjálfur hafa verið logandi hræddur við bæði Grýlu og jólasveinana.Þátturinn verður á dagskrá Radio 4 annað kvöld klukkan 20. Jólalög Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga og -sagna á sjónvarpsstöðinni Radio 4, sem heyrir undir breska ríkisútvarpið BBC. Í umsögn um dagskrárliðinn á vef The Guardian segir að Andri Snær muni leiða hlustendur í kaldranalegt en hrífandi ferðalag um íslensku jólahátíðina, fyrirrennara hinna kristnu jóla. Þá segir að íslenskar ömmur noti þjóðsögur enn þá til að skjóta yngri kynslóðum skelk í bringu. Grýla, ófrýnileg móðir jólasveinanna, er sérstaklega tekin fyrir en hún er einmitt fræg fyrir að leggja sér óþekk börn til munns. „Það var ekki margt sem hægt var að gera ef einhver ráfaði út í myrkrið svo þessar sögur verkuðu eins og ósýnileg girðing,“ er haft eftir Andra Snæ í umfjölluninni en hann segist sjálfur hafa verið logandi hræddur við bæði Grýlu og jólasveinana.Þátturinn verður á dagskrá Radio 4 annað kvöld klukkan 20.
Jólalög Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira