Erlent

Þúsundir farþega í óvissu vegna rafmagnsleysis á fjölfarnasta flugvelli heims

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rafmagnsleysi á Hartsfield-Jackson flugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum varð til þess að öll umferð stöðvaðist í kvöld og tugir þúsunda eru strandaglópar. Þurfti að fella niður meira en 600 flug og sátu farþegar fastir úti í flugvél á vellinum og í myrkri í flugvallarbyggingunum samkvæmt frétt CNN.

Hartsfield-Jackson flugvöllurinn er sá fjölfarnasti í heiminum og fara hundruð þúsunda farþega þar í gegn daglega. Nú er verið að rannsaka hvað veldur þessu rafmagnsleysi. Kveikt var á nokkrum neyðarljósum á svæðinu en farþegar bíða nú í óvissu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×