Erlent

Merkel hittir fórnarlömb Anis Amri

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel heimsótti jólamarkaðinn á Breitscheidplatz á þriðjudaginn í síðustu viku.
Angela Merkel heimsótti jólamarkaðinn á Breitscheidplatz á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísir/afp
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag hitta fórnarlömb og aðstandendur þeirra sem létu lífið í árás hryðjuverkamannsins Anis Amri á jólamarkaði í Berlín fyrir ári.

Tólf manns fórust og um fimmtíu manns særðust í árásinni sem varð þegar Amri ók vörubíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín.

Merkel hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sent fórnarlömbum og aðstandendum persónuleg bréf eftir árásina líkt og þáverandi forseti, Joachim Gauck.

Þýskir fjölmiðlar greina nú frá því að Merkel hafi boðið fólkinu til kanslaraskrifstofunnar síðdegis í dag.

Túnismanninum, Amri, 24 ára, hafði verið neitað um hæli í Þýskalandi skömmu áður en hann framkvæmdi árásina þann 19. desember í fyrra. Fjórum dögum eftir árásina var hann skotinn til bana af lögreglu í úthverfi Mílanó á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×