Átökin á Æsustöðum stóðu yfir í minnst sjö mínútur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 12:18 Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14
Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42