Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Sebastian Kurz og Heinz-Christian Strache í Hofburg-höll í gær. vísir/afp Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16