Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Sebastian Kurz og Heinz-Christian Strache í Hofburg-höll í gær. vísir/afp Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent