Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2017 22:21 Heather Heyer var 32 ára þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana í Charlottesville í VIrginíu í ágúst. Vísir/AFP Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58