Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 21:40 Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira
Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56