Conor kýldi vitlausan mann á bar um síðustu helgi en sá maður er nátengdur einum af höfuðpaurum Kinahan-klíkunnar. Írskir fjölmiðlar hafa greint frá því að líf Conors sé í hættu.
Því hefur meðal annars verið haldið fram að Conor þurfi að greiða klíkunni 125 milljónir króna. Að öðrum kosti verði hann drepinn.
Conor McGregor @TheNotoriousMMA drives away from court, saying ‘Come and get me’ pic.twitter.com/ee41k2WYwK
— RTÉ News (@rtenews) November 30, 2017
Einn blaðamaður spurði Conor hvort hann hefði eitthvað að segja varðandi líflátshótanir í hans garð. Svarið var einfalt: „Reynið að ná mér.“ Svo var reykspólað í burtu eins og sjá má hér að ofan.
Conor þurfti að mæta fyrir rétt út af hraðasekt upp á 55 þúsund krónur. Réttarhaldið var afar sérstakt því dómarinn spurði Conor hvort hann hefði í alvörunni þénað 110 milljónir evra á einu kvöldi við að boxa?
„Það voru reyndar 140 milljónir evra,“ svaraði Conor.