Matsmaður fenginn til að leggja mat á hvar Birnu var komið fyrir í sjó Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:22 Thomas Møller í dómsal. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins. Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins.
Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30
Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45