Heimir: Fékk leikgreiningu Freys þremur mínútum eftir dráttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:28 Heimir Hallgrímsson í salnum í Moskvu í dag, ásamt Guðna Bergssyni og Klöru Bjartmarz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05