Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 18:09 Skráningar í VG hafa tekið kipp eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við embætti forsætisráðherra á fimmtudag. Vísir/Eyþór Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent