Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 20:00 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira