Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:39 Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41
Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30