Stærsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreumenna og Bandaríkjanna til þessa er hafin á Kóreuskaga. Alls eru þar 230 herþotur notaðar, meðal annars sex stealth-vélar af verðinni F-22 Raptor.
Norður-Kóreustjórn hefur lýst æfingunni sem ögrun og færa deiluna á Kóreuskaga skrefi nær kjarnorkustríði. Stjórnvöld í bæði Rússlandi og Kína hafa sömuleiðis lýst yfir efasemdum um heræfinguna.
Æfingin hefst fimm dögum eftir að Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft sem gæti hæft skotmark í 13 þúsund kílómetra fjarlægð.
12 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunni sem gengur undir nafninu Vigilant Ace og stendur hún fram á föstudag.
