Akureyringur á 150 kílómetra hraða hafði betur gegn lögreglunni í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2017 13:09 Koma verður í ljós hvort lögreglan á Norðurlandi vestra geri aðra tilraun til þess að rukka Akureyringinn um 130 þúsund krónurnar. Vísir/Auðunn Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins. Akrahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Akureyringur sem tekinn var á 150 kílómetra hraða á ferð sinni á Þjóðvegi 1 vestan Öxnadalsheiðar í mars í fyrra sleppur með skrekkinn eftir átök um brot hans fyrir dómstólum. Maðurinn játaði brot sitt á staðnum og greiddi sektina. Hann var hins vegar ekki sviptur ökuréttindum eins og eðlilegt hefði talist. Lögreglan reyndi að leiðrétta málið en varð undir í baráttu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Sektaður aftur Tíu dögum eftir að maðurinn hafði verið tekinn af lögreglu barst ný sektargreiðsla á heimili mannsins. Lögmaður mannsins mótmæli því og benti á að sektin hefði verið greidd á staðnum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra sagði að sú greiðsla hefði verið endurgreitt. Manninum stæði til boða að greiða sektina aftur en auk þess yrði hann sviptur ökurétti í einn mánuð. Þessu hafnaði ökumaðurinn og var því gefin út ákæra á hendur honum af lögreglu. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Byggði hann þá kröfu sína á því að málinu væri þegar lokið með greiðslu upphaflegu sektarinnar á vettvangi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi.Héraðsdómur segir í úrskurði sínum að tvö skilyrði komi til greina til að hægt sé að fella málalok hjá lögreglu úr gildi. Annars vegar að saklaus maður hafi gengist undir viðurlög eða að málalokin væru fjarstæðukennd.130 þúsund krónur undir Lögregla taldi málalokin fjarstæðukennd að því leyti að það væri fjarstæðukennt að maður sem æki á 150 kílómetra hraða væri ekki sviptur ökuréttindum. Héraðsdómur hafnaði því að það gæti eitt og sér talist til fjarstæðukenndra málaloka. Undir það tók Hæstiréttur.Sigurður Hólmar Kristjánsson, lögreglufulltrúi á norðurlandi vestra, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun hvort ökumaðurinn verði rukkaður um upphaflegu sektina. Þá sem hann greiddi á vettvangi, 130 þúsund krónur, en fékk endurgreidda. Héraðsdómur Norðulands vestra kvað upp dóm sinn í nóvember en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dómstjórinn Halldór Halldórsson hefur ekki fyrir reglu að birta dóma á netinu eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma. Dómur Hæstaréttar er aðgengilegur á vefsíðu réttarins.
Akrahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira