Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 10:36 Á meðal þess sem hefur komið fram er að Moore hafi verið á bannlista í verslunarmiðstöð í Alabama vegna þess að hann var þekktur fyrir að eltast við ungar stúlkur þar. Vísir/AFP Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones. Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08