Lífið

Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi

Benedikt Bóas skrifar
Myndband þar sem Andrei Menshenin kennir amerískum sjónvarpsáhorfendum að segja Öræfajökull birtist í gær á vef ABC.
Myndband þar sem Andrei Menshenin kennir amerískum sjónvarpsáhorfendum að segja Öræfajökull birtist í gær á vef ABC.
Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul.

Menshenin birtist amerískum sjónvarpsáhorfendum skammt frá þar sem Sólfarið er. Hann segir síðan sögu Öræfajökuls og hvernig nafnið kom til og hvar jökullinn er staðsettur. Síðan brýtur hann niður nafnið og úr verður Err eye-va yo-coo-kill.

Klippuna sem birtist á vef ABC má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Jon Stewart nefnir eldfjallið Kevin

Bandaríski fréttagrínarinn Jon Stewart sá hversu illa fréttamönnum gengur að bera fram nafnið Eyjafjallajökull og gaf eldfjallinu nafnið Kevin.

Eyjafjallajökull er tískuorð ársins og Jónsi á eitt besta lagið

Orðið Eyjafjallajökull kemst á topp tíu lista bandaríska Time tímaritsins yfir tískuorð ársins árið 2010. Þá kemst tónlistarmaðurinn Jónsi, oftast kenndur við Sigur Rós, einnig á blað með eitt af tíu bestu lögum ársins að mati Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×