Conor vann mig þegar við vorum krakkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 17:00 Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessir frábæru bardagakappar börðust síðast. Það væru eflaust margir til þess að sjá þá berjast í dag. vísir/getty Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017 MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Sjá meira
Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017
MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Sjá meira
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00