Brattir Bjarkar ætla að klára andstæðinga sína í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 19:45 Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan. MMA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Fimm íslenskir bardagakappar munu berjast á bardagakvöldi í London um næstu helgi hjá Fightstar-bardagasambandinu. Þar á meðal mun Bjarki Þór Pálsson verja Evrópumeistaratitil sinn hjá sambandinu. Andstæðingur Bjarka Þórs að þessu sinni er Steve O‘Keefe en sá er reyndur og hefur meðal annars barist við Conor McGregor en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Íranum eins og flestir. „Hann virkar mjög góður. Er með svart belti í jörðinni sem og í tækvondó. Bara öllum bardagaíþróttum sem hægt er að vera með svart belti í held ég,“ segir Bjarki Þór. „Hann hefur farið gegn þeim bestu úti eins og Conor en reyndar tapað fyrir þeim. Ég býst við ótrúlega góðum bardaga. Ég spái því að ég hengi hann í annarri lotu. Ég ætla aðeins að marinera hann fyrst eins og Bubbi sagði.“Hann verður frá 4-2 eftir laugardaginn Bjarki Ómarsson er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga en það hafa margir beðið eftir því að hann stígi stóra skrefið á sínum ferli og nú er loksins komið að því. „Ég er ekkert að horfa á þetta öðruvísi en þegar ég var að keppa sem áhugamaður. Ég ætla alla leið og þessi bardagi er ekkert öðruvísi en hinir,“ segir Bjarki en hann fær andstæðing sem er reynslumeiri en hann. „Hann er búinn með fimm bardaga og er 4-1. Hann verður aftur á móti 4-2 næsta laugardag. Það er bara svoleiðis. Ég held að þetta verði önnur lota. Ég prufa mig aðeins í fyrstu lotu og svo klára ég hann í annarri.“ Bjarkarnir nota ekki skírnarnafnið sitt á erlendri grundu og eru ekkert að lenda í því að fólk ruglist á þeim. „Þegar við erum úti þá er ég Thor en hann er Bjarki The Kid,“ segir Bjarki Þór en hefur hann ekkert rætt það við viðskiptajöfurinn Björgólf Thor sem notar líka Thor erlendis? „Jú, við vorum eitthvað að ræða þetta um daginn,“ segir Bjarki Þór og hlær. Viðtalið við þá félaga má sjá hér að ofan.
MMA Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira