Samstæð sakamál III Þorvaldur Gylfason skrifar 7. desember 2017 07:00 Ísland stendur við vatnaskil. Fólkið í landinu á það á hættu að í augum umheimsins festist orðið „mafíuríki“ við Ísland svo sem orðið er nú notað í umræðum t.d. um Rússland, Ungverjaland og Úkraínu. Hættan stafar af því að lögbrot eru hér og hafa lengi verið látin viðgangast í stórum stíl eins og ég hef lýst hér á þessum stað tvo síðustufimmtudaga. Játningar liggja fyrir í sumum málum að segja má, trúverðugir vitnisburðir í öðrum. Sökudólgar verjast með því að kenna þeim um sem segja útlendingum frá lögleysunum og spillingunni frekar en að þegja.Hleranir og brottkast Ég kalla það játningu þegar höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins skrifar 1. júní 2008: „Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … Úr því að Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Þjóðviljans] vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið?“ Meintar ólöglegar símahleranir hafa aldrei verið gerðar upp þrátt fyrir marga vitnisburði um þær. Menn hafa skýlt sér á bak við lögboðna þagnarskyldu þótt hún eigi aðeins við um löglegar hleranir skv. dómsúrskurði. Engum ber skylda til að þegja um ólöglegar hleranir, öðru nær. Annað dæmi er brottkast úr fiskiskipum. Margir sjómenn hafa áratugum saman lýst fyrir mér og öðrum miklu brottkasti. Yfirvöldin hafa þrætt fyrir brottkastið og kallað það smáræði, einnig þær stofnanir ríkisins sem ber skv. lögum að fylgjast með framfylgd laga um fiskveiðistjórn, laga sem banna brottkast. Nú loksins hafa starfsmenn Fiskistofu stigið fram og lýst ástandinu hreinskilnislega fyrir fréttamanni RÚV og leyft honum að birta myndir af brottkasti. Starfsmennirnir vitna um bitlaust eftirlit og einnig um stórfelld brotamál sem hafa verið felld niður. Og þá rifjast upp mál mannsins sem fékk dóm fyrir að birta mynd af brottkasti. Eitt helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þeir sem segja frá brotunum teknir frekar en þeir sem fremja brotin.Umboðssvik Eitt dæmi enn varðar umboðssvik. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fékk fangelsisdóm fyrir umboðssvik, þ.e. fyrir að forða fé sínu úr banka á grundvelli innherjaupplýsinga. Eigi að síður hefur ákæruvaldið látið ýmis önnur hliðstæð mál afskiptalaus. Guðmundur Gunnarsson, rafvirki og fv. stjórnlagaráðsmaður, lýsti málinu nýlega í Stundinni: „… ríkisstjórninni og stjórn Seðlabankans var orðið ljóst að bankarnir myndu falla og ríkisstjórninni var eindregið ráðlagt að ganga í þessi mál áður en bankarnir myndu opna á mánudagsmorgun. Í gagnaleka sem birtist síðar kom hins vegar fram að áhrifamenn úr fjármála- og stjórnmálaheiminum fengu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans … frestað fram á mánudagseftirmiðdag. Á mánudagsmorguninn hófust strax við opnun bankanna umfangsmiklir flutningar fjármagns út úr íslenska krónuhagkerfinu yfir á erlenda bankareikninga, eins og til dæmis var opinberað í gögnum sem sett voru í fjölmiðlabann. Þar var staðfest að þröngur hópur bjó yfir innherjaupplýsingum og náði að taka út lausafé í skiptum fyrir hlutabréf í bönkunum og koma því úr landi inn á leynireikninga á aflandseyjum. Í þetta var nýttur allur fáanlegur gjaldeyrir í landinu á mánudagsmorgun. Hlutabréf í bönkunum urðu skömmu síðar einskis virði …“ Þarna var þverbrotin sú grundvallarregla sem gildir um viðbrögð stjórnvalda í bankakreppum að miða allar aðgerðir við að bönkum sé lokað í dagslok á föstudegi og öllu sem gera þarf sé lokið fyrir opnun banka á mánudegi. Um þessa atburðarás er ekkert að finna í skýrslu RNA þótt gögnin sem var lekið úr Glitni til Stundarinnar fyrir nokkru og lögbann var sett á hljóti að hafa verið í fórum RNA. Þarna virðast hafa verið framin alvarleg brot sem hafa verið á margra vitorði og munu fyrnast 6. október 2018 nema rannsókn hefjist fyrir þann tíma. Eitt annað helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þegnarnir ekki jafnir fyrir lögum.Vinahópur valdsins Meðferð þessa máls hingað til er í samræmi við fyrri reynslu þar sem einn er settur inn fyrir annan, bakari er hengdur fyrir smið. Það gerðist t.d. í olíumálinu fyrir meira en hálfri öld þar sem sakir þess sökunautar sem mest átti undir sér voru látnar fyrnast. Einnig getur komið sér vel fyrir sakamenn að rannsókn misfarist eins og gerðist t.d. í málverkafölsunarmálinu sem mikilvægir stjórnmálahagsmunir voru bundnir við svo sem við er að búast í landi sem er gegnsýrt af stjórnmálum langt umfram viðtekna heilbrigðisstaðla í öðrum löndum. Enn eru í umferð um 900 fölsuð málverk til mikils skaða fyrir fórnarlömb fölsunarfaraldursins, bæði listamenn sem hafa verið eignuð undirmálsverk og eigendur listaverka sem hrundu í verði. Alþingi lætur sér allt þetta í léttu rúmi liggja eins og kom í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða þrátt fyrir vísbendingar um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa auk annars. Enn eitt einkenni mafíuríkja er áhugaleysi almannavaldsins á lögbrotum í vinahópi valdsins. Eitt einkenni enn er hótanir í garð blaðamanna og lögbann gegn fréttaflutningi þeirra. Alþingi þarf án frekari tafar að hefja rannsókn á meintum umboðssvikum í hruninu til að girða fyrir yfirvofandi fyrningu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Ísland stendur við vatnaskil. Fólkið í landinu á það á hættu að í augum umheimsins festist orðið „mafíuríki“ við Ísland svo sem orðið er nú notað í umræðum t.d. um Rússland, Ungverjaland og Úkraínu. Hættan stafar af því að lögbrot eru hér og hafa lengi verið látin viðgangast í stórum stíl eins og ég hef lýst hér á þessum stað tvo síðustufimmtudaga. Játningar liggja fyrir í sumum málum að segja má, trúverðugir vitnisburðir í öðrum. Sökudólgar verjast með því að kenna þeim um sem segja útlendingum frá lögleysunum og spillingunni frekar en að þegja.Hleranir og brottkast Ég kalla það játningu þegar höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins skrifar 1. júní 2008: „Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … Úr því að Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Þjóðviljans] vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið?“ Meintar ólöglegar símahleranir hafa aldrei verið gerðar upp þrátt fyrir marga vitnisburði um þær. Menn hafa skýlt sér á bak við lögboðna þagnarskyldu þótt hún eigi aðeins við um löglegar hleranir skv. dómsúrskurði. Engum ber skylda til að þegja um ólöglegar hleranir, öðru nær. Annað dæmi er brottkast úr fiskiskipum. Margir sjómenn hafa áratugum saman lýst fyrir mér og öðrum miklu brottkasti. Yfirvöldin hafa þrætt fyrir brottkastið og kallað það smáræði, einnig þær stofnanir ríkisins sem ber skv. lögum að fylgjast með framfylgd laga um fiskveiðistjórn, laga sem banna brottkast. Nú loksins hafa starfsmenn Fiskistofu stigið fram og lýst ástandinu hreinskilnislega fyrir fréttamanni RÚV og leyft honum að birta myndir af brottkasti. Starfsmennirnir vitna um bitlaust eftirlit og einnig um stórfelld brotamál sem hafa verið felld niður. Og þá rifjast upp mál mannsins sem fékk dóm fyrir að birta mynd af brottkasti. Eitt helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þeir sem segja frá brotunum teknir frekar en þeir sem fremja brotin.Umboðssvik Eitt dæmi enn varðar umboðssvik. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins fékk fangelsisdóm fyrir umboðssvik, þ.e. fyrir að forða fé sínu úr banka á grundvelli innherjaupplýsinga. Eigi að síður hefur ákæruvaldið látið ýmis önnur hliðstæð mál afskiptalaus. Guðmundur Gunnarsson, rafvirki og fv. stjórnlagaráðsmaður, lýsti málinu nýlega í Stundinni: „… ríkisstjórninni og stjórn Seðlabankans var orðið ljóst að bankarnir myndu falla og ríkisstjórninni var eindregið ráðlagt að ganga í þessi mál áður en bankarnir myndu opna á mánudagsmorgun. Í gagnaleka sem birtist síðar kom hins vegar fram að áhrifamenn úr fjármála- og stjórnmálaheiminum fengu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans … frestað fram á mánudagseftirmiðdag. Á mánudagsmorguninn hófust strax við opnun bankanna umfangsmiklir flutningar fjármagns út úr íslenska krónuhagkerfinu yfir á erlenda bankareikninga, eins og til dæmis var opinberað í gögnum sem sett voru í fjölmiðlabann. Þar var staðfest að þröngur hópur bjó yfir innherjaupplýsingum og náði að taka út lausafé í skiptum fyrir hlutabréf í bönkunum og koma því úr landi inn á leynireikninga á aflandseyjum. Í þetta var nýttur allur fáanlegur gjaldeyrir í landinu á mánudagsmorgun. Hlutabréf í bönkunum urðu skömmu síðar einskis virði …“ Þarna var þverbrotin sú grundvallarregla sem gildir um viðbrögð stjórnvalda í bankakreppum að miða allar aðgerðir við að bönkum sé lokað í dagslok á föstudegi og öllu sem gera þarf sé lokið fyrir opnun banka á mánudegi. Um þessa atburðarás er ekkert að finna í skýrslu RNA þótt gögnin sem var lekið úr Glitni til Stundarinnar fyrir nokkru og lögbann var sett á hljóti að hafa verið í fórum RNA. Þarna virðast hafa verið framin alvarleg brot sem hafa verið á margra vitorði og munu fyrnast 6. október 2018 nema rannsókn hefjist fyrir þann tíma. Eitt annað helzta einkenni mafíuríkja er að þar eru þegnarnir ekki jafnir fyrir lögum.Vinahópur valdsins Meðferð þessa máls hingað til er í samræmi við fyrri reynslu þar sem einn er settur inn fyrir annan, bakari er hengdur fyrir smið. Það gerðist t.d. í olíumálinu fyrir meira en hálfri öld þar sem sakir þess sökunautar sem mest átti undir sér voru látnar fyrnast. Einnig getur komið sér vel fyrir sakamenn að rannsókn misfarist eins og gerðist t.d. í málverkafölsunarmálinu sem mikilvægir stjórnmálahagsmunir voru bundnir við svo sem við er að búast í landi sem er gegnsýrt af stjórnmálum langt umfram viðtekna heilbrigðisstaðla í öðrum löndum. Enn eru í umferð um 900 fölsuð málverk til mikils skaða fyrir fórnarlömb fölsunarfaraldursins, bæði listamenn sem hafa verið eignuð undirmálsverk og eigendur listaverka sem hrundu í verði. Alþingi lætur sér allt þetta í léttu rúmi liggja eins og kom í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða þrátt fyrir vísbendingar um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa auk annars. Enn eitt einkenni mafíuríkja er áhugaleysi almannavaldsins á lögbrotum í vinahópi valdsins. Eitt einkenni enn er hótanir í garð blaðamanna og lögbann gegn fréttaflutningi þeirra. Alþingi þarf án frekari tafar að hefja rannsókn á meintum umboðssvikum í hruninu til að girða fyrir yfirvofandi fyrningu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun