Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 14:32 Suranga Lakmal, leikmaður Sri Lanka, ældi á völlinn í Nýju-Delí, svo megn var mengunin í loftinu. Vísir/AFP Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina. Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina.
Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09