Fer Disney í samkeppni við Netflix? Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 16:06 Walt Disney stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sínum, Roy, árið 1923. getty Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Disney Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim.
Disney Netflix Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira