Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:00 Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira