Bryggjan á Árskógssandi stóðst ekki núgildandi reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Bifreið fór í höfnina á Árskógssandi á þeim stað þar sem dráttarvélin mokar snjónum út í sjóinn. Þar hefur verið komið fyrir fjórum stöplum til að hindra fleiri slík slys. vísir/auðunn Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08
Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13