Segja áríðandi að eiga einlægt samtal við Norður Kóreu til að ná friðsamlegri lausn Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2017 23:12 Jeffrey Feltman, erindreki Sameinuðu þjóðanna, ásamt Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu. Vísir/EPA Erindreki Sameinuðu þjóðanna sagði háttsettum embættismönnum í Norður Kóreu að nauðsynlegt væri að halda samskiptum opnum til að forðast stríð. Þetta kom fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum í tilefni þess að Jeffrey Feltman, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sneri aftur úr opinberri heimsókn sinni til Norður Kóreu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC gerir tilkynningu Sameinuðu þjóðanna skil á vef sínum en þar segir að embættismenn í Norður Kóreu hafi fallist á að vera í reglulegum samskiptum við Sameinuðu þjóðirnar. Mikil spenna hefur ríkt vegna flugskeytaprófana Norður Kóreu í síðustu viku. Yfirvöld í Norður Kóreu sögðu að um væri að ræða öflugasta flugskeytið sem prófað hefði verið þar í landi og að tilraunin hefði heppnast vel. Er því haldið fram að flugskeytið geti náð meginlandi Bandaríkjanna. Feltman hitti utanríkisráðherra Norður Kóreu, Ri Yong Ho, og varaforsætisráðherra landsins, Pak Myong Guk. Í tilkynningunni kemur fram að Feltman hefði lagt ríka áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar myndu beita sér fyrir friðsamlegri lausn í málinu. Til þess þyrfti einlægt samtal við yfirvöld í Norður Kóreu og þar þyrfti að hafa hraðar hendur. Feltman var í Norður Kóreu í fjóra daga en hann ræddi ekki við fréttamenn þegar hann kom til Peking í Kína í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Norður-Kóreumenn reiðubúnir að ræða beint við Bandaríkjamenn Utanríkisráðherra Rússa segir að Norður-Kóreumenn séu opnir fyrir beinum viðræðum við Bandaríkjamenn til að létta á spennunni á Kóreuskaga. 8. desember 2017 08:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Erindreki Sameinuðu þjóðanna sagði háttsettum embættismönnum í Norður Kóreu að nauðsynlegt væri að halda samskiptum opnum til að forðast stríð. Þetta kom fram í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum í tilefni þess að Jeffrey Feltman, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sneri aftur úr opinberri heimsókn sinni til Norður Kóreu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC gerir tilkynningu Sameinuðu þjóðanna skil á vef sínum en þar segir að embættismenn í Norður Kóreu hafi fallist á að vera í reglulegum samskiptum við Sameinuðu þjóðirnar. Mikil spenna hefur ríkt vegna flugskeytaprófana Norður Kóreu í síðustu viku. Yfirvöld í Norður Kóreu sögðu að um væri að ræða öflugasta flugskeytið sem prófað hefði verið þar í landi og að tilraunin hefði heppnast vel. Er því haldið fram að flugskeytið geti náð meginlandi Bandaríkjanna. Feltman hitti utanríkisráðherra Norður Kóreu, Ri Yong Ho, og varaforsætisráðherra landsins, Pak Myong Guk. Í tilkynningunni kemur fram að Feltman hefði lagt ríka áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar myndu beita sér fyrir friðsamlegri lausn í málinu. Til þess þyrfti einlægt samtal við yfirvöld í Norður Kóreu og þar þyrfti að hafa hraðar hendur. Feltman var í Norður Kóreu í fjóra daga en hann ræddi ekki við fréttamenn þegar hann kom til Peking í Kína í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43 Norður-Kóreumenn reiðubúnir að ræða beint við Bandaríkjamenn Utanríkisráðherra Rússa segir að Norður-Kóreumenn séu opnir fyrir beinum viðræðum við Bandaríkjamenn til að létta á spennunni á Kóreuskaga. 8. desember 2017 08:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sækjast eftir langdrægari flugskeytum Í dag búa Japanar yfir flugskeytum sem hægt er að skjóta að skotmörkum í um 300 kílómetra fjarlægð. 8. desember 2017 16:43
Norður-Kóreumenn reiðubúnir að ræða beint við Bandaríkjamenn Utanríkisráðherra Rússa segir að Norður-Kóreumenn séu opnir fyrir beinum viðræðum við Bandaríkjamenn til að létta á spennunni á Kóreuskaga. 8. desember 2017 08:15