Þungbúið og þokusúld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:55 Íslendingar mega búast við þungbúnu veðri með þokusúld. Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig. Veður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Veður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira