Snapchat-stjarnan Vargurinn fangaði örn skammt frá Ólafsvík Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:10 Snorri Rafnsson með örninn sem hann fangaði um átta kílómetra frá Ólafsvík. Hann sýndi ferlið allt saman á Snapchat. Stefán Hilmarsson Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira