Bette Midler segir Geraldo Rivera aldrei hafa beðist afsökunar á að hafa káfað á henni Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:08 Geraldo Rivera og Bette Midler Vísir/Getty Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“ Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“