Úr klóm sjálfsgagnrýni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun