Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 19:00 Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira
Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira