Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 11:30 Arna Ýr Jónsdóttir er fulltrúi Íslands í Miss Universe 2017. Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland. Miss Universe Iceland Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland.
Miss Universe Iceland Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira