Farið að sjá fyrir endann á stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 12:56 Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember. Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember.
Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira