Stríðsglæpadómstóllinn lýkur brátt störfum eftir að dómur fellur í máli Mladic Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 12:59 Ratko Mladic í dómssal árið 2012. Vísir/EPA Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30
Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11