Viðskipti erlent

Fyrirtæki á vegum Apple braut lög um yfirvinnu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Frá kynningu Apple á iPhone X.
Frá kynningu Apple á iPhone X. vísir/Getty
Fyrirtæki á vegum Apple braut lög með því að láta nema á aldrinum 17-19 ára vinna yfirvinnu endurtekið við að setja saman nýjustu vöruna, iPhone X.

Nemendurnir voru fengnir til þess að vinna fyrir birgjann Foxconn, fyrirtæki á vegum Apple, og voru þeir látnir vinna yfirvinnu sem er brot á innanríkislögum í Kína um vinnutíma nema. Verksmiðja Foxconn er staðsett í Zhengzhou borg þar í landi.

Sex nemar stigu fram og sögðu frá reynslu sinni í samtali við Financial Times. Það er þó talið að lögin hafi verið brotin í tilfelli um 3 þúsund nemenda sem eiga það allir sameiginlegt að stunda nám við Zhengzhou Urban Rail Transit skólann.


Tengdar fréttir

Allt það sem Apple kynnti til leiks í gær

Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti til leiks nýjar vörur á sérstökum viðburði í Steve Jobs höllinni í Kaliforníu í gær. Kynningunni hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda búist við að Apple myndi kynna tíu ára afmælisútgáfu iPhone-símans vinsæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×